Sundhöllin – Elsta sundlaug Reykjavíkur opnar aftur í dag!

LOKSINS! Sundhöll Reykjavíkur – elsta sundlaug landsins opnar í dag!

Ég veit ekki hvernig eða hvenær þessi ótamkarkaða ást okkar Íslendinga á sundlaugum hófst … en það er alveg víst að hún hefur náð að smitast til mín. Það var án alls gríns alveg þokkalegur faktor í því að við Tanja völdum okkur að kaupa íbúðina okkar að Sundhöllin er í max 30 skrefa fjarlægð – og við eigum 100% eftir að vera miklir fastagestir!

Sundhöllin Reykjavík
@EgillHalldorsson @TanjaYra

Aðeins um Sundhöll Reykjavíkur

Sundhöllin var byggð árið 1937 og hönnuð af king Guðjóni Samúelssyni. Margir af minni kynslóð vita það ef til vill ekki en hann var eini arkítektinn á Íslandi fyrir ekki svo löngu og hannaði hann meðal annars Hallgrímskirkju, Háskólann, Þjóðleikhúsið, Landsspítalann, Hótel Borg, Akureyrarkirkju, húsið undir Apótekið og ótrúlega margt fleira. Ég djóka þess vegna stundum í gestunum mínum hjá Wake Up Reykjavík um að hann hafi virkilega verið eini arkítektinn á landinu, pældu í þeim lúxus!

Fyrir þá sem hafa ekki verið að sækja Sundhöllina í langan tíma þá hefur hún náttúrulega bara verið innilaug hingað til. Fyrir utan heita pottinn og gufubaðið sem er á svölunum. Og að sjálfsögðu uppáhaldið mitt – Kynjaskiptar “tan-svalir” þar sem heldri borgarar baða sig oftar en ekki nakin í sólinni á sumrin svo þau fái alveg örugglega ekki tan-far! Ég fer stundum þarna sjálfur á sumrin og finnst það algjör snilld.

En allt hæpið akkúrat núna er vegna þess að Sundhöllin hefur verið LOKUÐ vegna framkvæmda – Og opnar á ný í dag með glænýtt útisvæði. Ég fór þarna í gær með Tönju til þess að prófa og sjá til þess að allt væri í lagi. Og það er gaman að segja frá því að þetta er alveg geggjað. Nú er komin TOPP sundaðstaða í miðbæinn. Útisvæðið er rosalega nýtískulegt og svolítið hrátt. En mjög kúl sundlaug, pottur, vaðlaug, gufa og að mér sýndist, ÍSBAÐ! Grjóthart eftir æfingar og fimmtudagsboltann!

Við fórum þarna í gær til þess að kynna okkur nýju Sundhöllina og tókum nokkrar myndir. Vonandi að þetta peppi sem flesta til þess að heimsækja þessa alsvölustu sundlaug borgarinnar.

 

Þægilegar upplýsingar!

Sundhöllin er á Barónsstíg 45a
Og opnunartímarnir hljóma svona (þegar þetta er skrifað amk): 

Mán – Föst 06.30-22.00
Laug – Sun 08.00-22.00

Og hér er verðskráin fyrir allar sundlaugar í Reykjavík:

0-5 ára FRÍTT
6-17 ára 150 ISK
Fullorðnir 950 ISK

sundhöll Reykjavíkur sundlaug

Nýtt útisvæði Sundhöll Reykjavíkur
Nýja útisvæðið
Sundhöll Reykjavíkur
Útisundlaug, vaðlaug, pottur, kalur pottur, sána og útiklefar.

Nokkrar FUN FACTS um Sundhöllina

Sundhöllin opnaði eins og ég sagði áðan, árið 1937. Hún er sem sagt orðin hellings gömul. En þetta er sama ár og Bæjarins Beztu Opnuðu. What a year!

Í upphaflegu teikningunum frá Guðjóni Samúelssyni, þá hefur alltaf verið gert fyrir útisvæði eins og þessu. Það tók bara 80 ár að klára verkið!

Ef þú ert algjör hellisbúi og vissir það ekki, þá er 2,7 metra hátt stökkbretti í Sundhöllinni sem verður eiginlega ekki þreytt. Geggjað til þess að fara með lofthræddum.

Ooog það eru yfir 170 sundlaugar / heitar laugar á Íslandi. Pældu í því! Ég gjörsamelga elska að prófa nýjar sundlaugar og sérstaklega leita að földum heitum laugum.

Sundhöll Reykjavíkur 2017

Að lokum …

Ég skrifaði alla bloggfærsluna upp á ensku fyrst. En svo var ég eiginlega bara að ákveða núna að ég ætla frekar að skrifa á Íslensku hér. En ef þú vilt lesa ensku útfærsluna mína, þá setti ég það allt inn á Wake Up Reykjavík bloggið hér.

Að lokum segi ég bara takk fyrir að lesa! Ég vona að þú hafir fundið þær upplýsingar sem þú varst að leita að. Vegna þess að við Tanja búum bókstaflega 30 sek frá Sundhöllinni þá komum við og þá sérstaklega ég til með að heimsækja hana alveg rosalega oft, svo kannski sjáumst við þar!

Comments

comments

shares