Næsta ævintýrið okkar: MEXÍKÓ

WOO-HOO! Það er komið að nýju ævintýri hjá okkur Tönju og í byrjun næsta mánaðar er ferðinni heitið til Meððíkó!

Eftir þrjú ísköld frí á síðustu þremur mánuðum (Boston, Budapest & Austurríki) þá er kominn tími á smá sól, sand og bláan sjó! Þar fyrir utan langaði mig að skipuleggja algjört drauma frí fyrir Tönju og ég veit að henni hefur dreymt um að heimsækja Mexíkó í mörg, mörg ár!

Og núna – eftir að hafa bókað flug og hótel – þá má eiginlega segja að við séum bæði að missa okkur úr spenningi!


Þú gætir líka haft áhuga á þessu: Svona skipulegg ég ferðalögin mín!


Hvers vegna Mexíkó?

Ég var búinn að vera í leyni í tvær vikur að skipuleggja enn eitt Morokkó ævintýrið fyrir okkur með hjálp frá QUEEN Lindu vinkonu minni hjá So Morocco. Það var svo bara á síðustu stundu (fyrir nokkrum dögum) að ég hætti við eða ákvað að fresta þriðja Morokkó ævintýrinu okkar á jafn mörgum árum – og fara eitthvað þar sem við getum komist í sól, strendur og rómantík.

Mexíkó varð fyrir valinu vegna þess aað a) SÆLIR hvað það eru fallegar strendur þarna, b) Evrópa er ekki nægilega hlý í Apríl og Asía er lengra frá og c) Ég vissi að Tönju hefur dreymt um að fara á þessar slóðir síðan hún var lítil og hún myndi aldrei búast við þessu!

Tulum, Mexico beautiful beach
Hvítar strendur á Tulum

Hvenær?

Við erum að fara út 9. apríl og verðum í tvær vikur! #excited

Ég elska að ferðast til heitari landa á veturna og apríl er yfirleitt tilvalinn tími til þess að ferðast fyrir fólk í ferðaþjónustu. Á þessum tíma er yfirleitt örlítil lægð þar sem margir ferðamenn reyna að bíða með sumarfríið sitt þangað til í maí/júní.

Hvar?

Við erum að fara til TULUM sem státar sig af einhverjum almest sexý ströndum sem ég hef séð! Við ætlum líka að eyða tíma í Playa Del Carmen og á leiðinni út sofum við eina nótt í New York.

Ég vissi í hreinskilni sagt ekki baun í bala um Meðíkó fyrir viku síðan svo ég fékk smá aðstoð frá KING Sæma og co. hjá Kilroy við skipulagningu á fríinu. Ég hitti Birgittu sem er algjör Mexíkóperri og Suður Ameríku séní og hún kynnti mig fyrir bestu möguleikunum og á endanum valdi ég að eyða mestum tíma í Tulum og á Playa del Carmen.

Tulum er pínulítill bær með gullfallega og náttúrulega strandlengju en Playa Del Carmen er lítil borg og þar verður líklegast aðeins meira líf (djamm fyrir Tönju). Síðast en ekki síst er ég án djóks ótrúlega spenntur að heimsækja New York og upplifa borgina með Tönju, þó það verði bara í nokkra klukkutíma.

New York city overview central park
Séð yfir New York & Central Park.

Hvað ætlum við að gera í Mexíkó?

Sko …

Númer 1, 2 & 3 hjá okkur er að vera bara tvö saman í ró og næði og eiga rómantískt overload í tvær vikur. Liggja á hvítum sandi og synda í sjónum. Svo við ætlum ekki að plana of mikið eða vera með pakkaða dagskrá í þetta skiptið #munanjóta.

Eeen … Hér eru nokkrir hlutir sem við erum sérstaklega spennt fyrir;

– að synda með skjaldbökum! Og í raun bara vera í bláu karíbahafinu að leika okkur.

– skoða & synda í svokölluðum ‘Cenotes’ sem eru í neðanjarðarhellar sem hafa fyllst af kristaltæru vatni! Það er rosalega mikið af þessum hellum í Tulum og nágreni. MYND fyrir neðan!

– kynna okkur Mexíkóska menningu og mat. (sérstaklega mat …)

– að láta Tönju drekka Mescal (hint: Síðast þegar ég plataði hana til að drekka Mescal kom það beint aftur út og ég held hún sé ekki enn búin að fyrirgefa mér. Þetta gæti orðið challenge).

– Maya rústir; Á svæðinu eru rosalega fallegar & aldagamlar rústir sem eru eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna til Tulum. Pýramídarnir á svæðinu eru meðal annars taldir vera ein af ‘7 nýju undrum veraldar’. Við Tanja erum alls ekki þar að við megum ekki missa af þessum rústum en ég er viss um að við munum heillast upp úr skónum þegar við loksins komum þangað. Ég skal láta ykkur vita 🙂

Að lokum …

Mig langaði aðeins að segja ykkur frá ævintýrinu sem er framundan!

Það hafa margir verið að senda mér spurningar á Snapchat (gillitangrh) og ég er ótrúlega ánægður með nokkur frábær meðmæli sem ég hef fengið nú þegar í gegnum Instagram (@EgillHalldorsson). Vonandi að þetta blogg svari einhverjum spurningum í bili en ég kem alveg vafalaust til með að skrifa um ferðina okkar aftur og in more detail eftir að við erum farin út 🙂

Ekki hika við að senda mér línu og ég svara þér um hæl eða bæti við upplýsingum í þennan póst ef það er eitthvað meira sem þig langar að vita. Sömuleiðis til allra sem hafa farið til Mexíkó, þá myndi ég elska að heyra frá þér ef þú ert með einhver ráð eða tips sem þér finnst við ekki mega missa af!

Comments

comments

shares